Teiknistofan

Fólkið

Verkefnin

Hafa Samband

Teiknistofan

Um Okkur

Í starfi sínu tekst arkitektinn á við ótal áskoranir er varða búsetu, rými og hreyfingu, sem ber að nálgast af næmni og virðingu. Hið manngerða umhverfi mótar allt líf sem því tengist og því skal framkvæma af nærgætni, fagmennsku og ábyrgð. Teymið samanstendur af fjölbreyttum hópi arkitekta með marga og ólíka styrkleika, en með eitt og sama markmið; að skapa arkitektúr þar sem hugmyndaauðgi, metnaður, gæði, virðing fyrir náttúru og nýsköpun mynda órjúfanlega heild.

Stefnumörkun

Hönnunarforsendur taka mið af þeim möguleikum og tækifærum sem sérhvert verkefni býr yfir. Þarfir notenda og staðhættir eru höfð að leiðarljósi og þarafleiðandi verður hvert verkefni staðbundið og sérstakt. Sérstaðan fæst sökum þess að verkefnið byggir í hvert sinn á stað, stund, þörf, ósk og fjárhagslegri getu þess sem framkvæmir. Til að tryggja sem farsælasta lausn er sameiginlegur skilningur allra hlutaðeigandi nauðsynlegur. Náin samvinna við viðskiptavininn er ávallt lögð til grundvallar, auk þess sem gott og frjótt þverfaglegt samstarf er lykilatriði. Það er trú okkar hjá Tvíhorf arkitektum að virkt samtal og samspil þeirra aðila sem koma að verkefninu styðji og styrki endanlega útkomu.

Samstarfsaðilar

Í stærri verkefnum koma margir ólíkir verkþættir saman sem krefjast samvinnu og sérfræðiþekkingar. Í gegnum fjölmörg verkefni hafa myndast dýrmæt sambönd við fólk sem við treystum og leitum sjálf til í daglegum störfum. Þar reynir á þverfaglegt samstarf sem byggir á gagnkvæmum skilningi og faglegu trausti sem skilar sér í góðu verkflæði og hágæðalausnum.

Plan 21

A-Z

ÚTI OG INNI Arkitektar

ATR Verk ehf

+Arkitektar

GÁG ehf. Verk- og tækniráðgjöf

Verkfræðistofan Víðsjá

Lota verkfræðistofa

Fólkið

Gunnar Sigurðsson

arkitekt FAÍ

Gunnar hugsar út fyrir kassann og er óþreytandi í leit sinni að óhefðbundnum og ferskum nálgunum að öllum verkefnum. Hann er flinkur að skissa og teikna og er þeim einstaka hæfileika gæddur að gera deiliteikningar fallegar. Hann er með eindæmum vel að sér um strauma og stefnur í arkitektúr, enda fylgist hann vel með á öllum miðlum. Gunnar er mannglöggur, geðgóður, litaglaður og þolinmóður. Hann gegnir stöðu sem sérlegur kvikmyndarýnir og matargagnrýnandi á stofunni. Gunnar lærði í Arkitektaskólanum í Árósum og lauk þaðan meistaraprófi vorið 2008.

Helgi Steinar Helgason

arkitekt FAÍ

Helgi Steinar er gæddur góðri rýmisgreind og hárfínni nákvæmni. Hann er öfundsverður af skipulagshæfileikum sínum, samskiptahæfni og yfirsýn. Honum tekst einhvernveginn alltaf að detta niður á sniðugar lausnir sem eru hagkvæmar og skapandi í senn. Hann er snöggur að öllu og mikill "multitasker" - en hann gæti hugsanlega haldið uppi hundrað boltum í einu og sjarmerað frænku þína í leiðinni. Hann er kraftmikill og drífandi maður sem kemur eflaust fleiru í verk en flestir. Helgi lærði arkitektúr við Arkitektaskólann í Árósum og lauk þaðan meistaraprófi í upphafi árs 2009.

Breanna Gary

arkitekt

Breanna er gríðarlegur reynslubolti í faginu enda hefur hún starfað úti um allan heim, allt frá New York til Dubai. Hún hefur unnið fyrir stofur á borð við RAA og fyrir viðskiptavini á borð við Prada. Ekkert verkefni virðist of stórt eða flókið fyrir hana og hún kemur sífellt með nýja, kreatíva vinkla inn í verkefnin. En svo er hún Breanna líka bara svo skemmtileg. Hún mætir á alla viðburði í faginu, kann kokteillista allra flottustu staðanna utan að og er snilldarkokkur - og um leið uppflettiorðabók okkar hinna um allt frá marineringum til hægeldunar. Breanna lauk BS-gráðu frá Ball State University í Indiana og meistaragráðu frá hinni virtu stofnun Pratt í New York.

Karitas Möller

arkitekt FAÍ

Karitas, eða Kaja eins og hún er vanalega kölluð, er í senn listræn og greinandi og þeir eiginleikar gera henni kleift að sjá marga möguleika í hverju verkefni án þess að missa yfirsýn. Henni tekst að skapa arkitektónískar upplifanir í hverjum krók og kima sökum næmrar tilfinningar hennar fyrir samspili ljóss og skugga, efnis og áferða. Það er ekki til í hennar orðaforða að kasta til hendinni. Kaja lærði arkitektúr við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og lauk þaðan meistaraprófi vorið 2010.

Katla Maríudóttir

arkitekt FAÍ

Katla er einstök blanda af lista- og vísindamanni. Hún hefur frábært auga fyrir samsetningum, efnum og grátónum. Hún er mjög fær í að útfæra tæknileg atriði og fá furðulegustu hluti framleidda. Katla "gúgglar" eins og vindurinn og hendir upp kynningarskjölum eins og ekkert sé á meðan hellt er upp á kaffi. Hún er mikill tæknispekúlant og er öflug í að kynna helstu nýjungar á hinum ýmsu sviðum fyrir okkur hinum. Katla lærði arkitektúr í Listaháskóla Íslands og KTH í Stokkhólmi og lauk þaðan meistaraprófi vorið 2014.

Verkefnin

Álalind 18-20 fjölbýli

Hafnarbraut 14 fjölbýli

Lynggata 2-4 fjölbýli

Orka til framtíðar sýning

Red terror - 2. sæti í alþjóðlegri samkeppni

Dýjagata 15 einbýlishús

Sölkugata einbýlishús

Dýjagata 12 einbýlishús

Álalind 14

Melahvarf 3

CPhi worldwide Sýning Alvogen

Ennisbraut

Rekagrandi

Baðherbergi

Smáíbúðir

Bergþórugata 23

Hafa Samband

Hafðu Samband

Sendu okkur endilega skilaboð eða hringdu í okkur. Einnig er heitt á könnunni og við erum alltaf til í spjall ef þú vilt kíkja við.